fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Fimm ára stal bíl í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 06:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára barn stal bíl foreldra sinna í nótt og ók 150 metra vegalengd áður en það lenti í árekstri. Þetta átti sér stað í Halmstad í Svíþjóð.

Lögreglunni barst tilkynning snemma í morgun um að bíll hefði lent í óhappi í bænum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist ökumaðurinn vera fimm ára. Hann hafði tekið bíllykla foreldra sinna og skellt sér í bíltúr. Aftonbladet skýrir frá þessu.

En barnið var ekki eitt á ferð því það hafði tekið systkin sitt með. Ekki er skýrt frá aldri þess né kyni.

Ökumanninum unga tókst að aka 150 metra, mjög hægt, áður en hann ók á tvo kyrrstæða bíla.

Það var vegfarandi sem sá börnin í bílnum og lét lögregluna vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?