fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Tvær sprengingar við fjölbýlishús í Uppsölum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær sprengingar urðu við fjölbýlishús í Gränby í Uppsölum í Svíþjóð um klukkan þrjú í nótt. Rúður brotnuðu og hlutar af útvegg. Fimmtán íbúum var gert að yfirgefa húsið í kjölfar sprengingarinnar og svæðinu hefur verið lokað fyrir umferð almennings.

Aftonbladet hefur eftir talsmanni slökkviliðsins að enginn hafi slasast og enginn eldur hafi komið upp.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Sænska ríkisútvarpið segir að sprenging hafi einnig orðið við húsið 2020 þegar handsprengju var kastað að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli