Sænska ríkisútvarpið segir að ýmsar leiðir séu nú ræddar í Malmö. Til dæmis hafi komið fram hugmynd um að söfnuðirnir í borginni sameinist um að nota eina kirkju yfir háveturinn og láta hinar standa tómar. Þannig sé hægt að spara í kyndingu.
Ef einhver vilji að útför eða vígsla fari fram í þessum kirkjum sé hægt að hita þær upp vegna þess en annars muni þær standa ónotaðar.
Margar sænskar kirkjur eru kyntar með gasi en í Malmö var búið að semja um fast verð á rafmagni til að kynda kirkjurnar áður en orkuverðið fór algjörlega úr böndunum.