fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Pressan

Neyðast hugsanlega til að loka kirkjum vegna rafmagnsverðsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 16:30

Sankt Mikaels kirkjan í Växjö. Mynd:Sankt Mikaels församling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð eru sumir kirkjusöfnuðir farnir að huga að því hvernig þeir komist fjárhagslega í gegnum veturinn vegna hins háa orkuverðs  sem nú er. Sumir söfnuðir íhuga af alvöru að loka kirkjum og láta þær standa ónotaðar í vetur.

Sænska ríkisútvarpið segir að ýmsar leiðir séu nú ræddar í Malmö. Til dæmis hafi komið fram hugmynd um að söfnuðirnir í borginni sameinist um að nota eina kirkju yfir háveturinn og láta hinar standa tómar. Þannig sé hægt að spara í kyndingu.

Ef einhver vilji að útför eða vígsla fari fram í þessum kirkjum sé hægt að hita þær upp vegna þess en annars muni þær standa ónotaðar.

Margar sænskar kirkjur eru kyntar með gasi en í Malmö var búið að semja um fast verð á rafmagni til að kynda kirkjurnar áður en orkuverðið fór algjörlega úr böndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fylgdarkonan í neðanjarðarbyrginu – Þolandi hins sænska Josef Fritzl stígur fram og lýsir martröðinni

Fylgdarkonan í neðanjarðarbyrginu – Þolandi hins sænska Josef Fritzl stígur fram og lýsir martröðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri