Johansen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu 15 mánuði. Litla stúlkan var í gæslu hjá henni í nokkra daga í nóvember 2019 á meðan dagmamma hennar var í fríi.
Fjórir af sex ólöglærðum dómendum og allir þrír löglærðu dómararnir voru sammála um að Johansen hefði valdið dauða stúlkunnar með því að hrist hana harkalega og slá utan í eitthvað. Hún var tvíhöfuðkúpubrotin og blóð hafði safnast fyrir í heila hennar.
Johansen sagði fyrir dómi að stúlkan hafi skyndilega verið undarleg í háttum og hafi hún þá hringt í foreldra hennar sem komu strax og fóru með hana á sjúkrahús. Þar lést hún daginn eftir. Johansen þvertók fyrir að hafa beitt stúlkuna ofbeldi.
Johansen var ákærð fyrir morð en manndráp til vara. Dómararnir töldu ekki að um morð væri að ræða en töldu hana hafa gerst seka um manndráp.
Hún var dæmd í sjö ára fangelsi. Hún áfrýjaði dómnum samstundis til Landsréttar.