Svo virðist sem allt þetta dragi úr líkunum á ótímabærum dauða og dauða af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var nýlega birt í JAMA Network Open. CNN skýrir frá þessu.
Það var the National Cancer Institute í Bandaríkjunum sem vann úr svörum 272.000 manns á aldrinum 59 til 82 ára. Fólkið svaraði spurningum um hvað það gerði í frístundum en spurningalistinn var hluti af stærri rannsókn á vegum heilbrigðisyfirvalda um tengslin á milli mataræðis og heilsufars. Rannsóknin náði yfir um áratug og unnu vísindamennirnir úr tölum um andlát af völdum krabbameins, hjartasjúkdóma og af öðrum orsökum.
Í ljós kom að það að stunda einhverja hreyfingu sem tengist aerobic dró úr líkum á ótímabærum dauða um 13%. Er þá miðað við hreyfingu með með nokkurri ákefð í tvær og hálfa til fimm klukkustundir í viku eða hreyfingu með mikilli ákefð í 1,25 til 2,5 klukkustundir í viku.
Þeir sem stunduðu íþróttir þar sem spaðar eru notaðir, til dæmis tennis, voru í 27% minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma og líkurnar voru í heildina 16% lægri á að þeir létust ótímabærum dauða.
Hlaup reyndust draga mest úr líkunum á að fá krabbamein, eða um 19%. Þau drógu úr líkunum á ótímabærum dauða um 15%.
Næst á eftir þessum íþróttum kom ganga ef horft er til hversu mikið hreyfingin dregur úr líkunum á ótímabærum dauða.
Allar tegundur hreyfingar reyndust draga úr líkunum á ótímabærum dauða.