fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Örstutt hlé frá vinnu geta aukið velferð þína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 15:00

Þessum veitir örugglega ekki af smá hléum öðru hvoru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að fá sér smá bita, fara í gönguferð eða skoða samfélagsmiðla. Það skiptir ekki máli hvernig þú nýtir örstutt hlé, 10 mínútur eða styttri, frá vinnunni. Þau geta dregið úr þreytu og aukið kraft þinn.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í PLOS ONE. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamenn hafi farið yfir 22 rannsóknir frá síðustu 30 árum og komist að því að stutt hlé frá vinnu auki velferð starfsfólks sem hafi gert því kleift að ljúka verkefnum sínum án þess að vera orðið örmagna í lok vinnudagsins.

Það að taka sér hlé frá vinnu er oft talið merki um að viðkomandi sé latur eða skili ekki tilætluðu vinnuframlagi. Þetta getur gert að verkum að margir finna til samviskubits yfir að taka sér stutt hlé að sögn Irina Macsinga, prófessors við Timisoara háskólann í Rúmeníu og aðalhöfundar rannsóknarinnar.

Markmið rannsóknarinnar var að sýna fram á að stutt hlé frá vinnu séu verðmæt fyrir starfsfólk og vinnuveitendur.

Rannsóknin leiddi í ljós að það er ekki sama hvernig störf fólk vinnur ef hlé á að gera gagn. Rútínuvinna þar sem fólk þarf ekki að nota heilann mikið nýtur góðs af því að starfsfólk taki sér smá hlé því þá getur heilinn náð upp einbeitingu og þannig dregið úr hættunni á mistökum.

Þeir sem vinna við skapandi vinnu reyndust hafa gott af að taka sér stutt hlé og hugsa um eitthvað annað en vinnuna. Það reyndist auka sveigjanleika þeirra og bæta frammistöðu þeirra.

Vinna sem krefst mikillar hugsunar og veldur miklu álagi á heilann reyndist ekki njóta góðs af stuttum hléum að neinu marki. Þau bættu ekki frammistöðu starfsfólksins. Hlé geta hjálpað starfsfólkinu að safna kröftum en hafa ekki svo mikið að segja á hugræna sviðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega