fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Auka 2,5 cm í mittismál auka líkurnar á hjartavandamálum um 11%

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera með nokkur aukakíló um mittið er ekki bara merki um að það þurfi að gera eitthvað í málinu, draga úr hitaeininganeyslu og hreyfa sig meira. Þetta er einnig viðvörun um að meiri líkur séu á hjartavandamálum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Daily Mail segir að niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford háskóla hafi leitt í ljós að auka 2,5 cm um mittið auki líkurnar á hjartasjúkdómum um 11% og sé meiri ógn við heilsu hjartans en heildarþyngdin.

Vísindamennirnir greindu gögn um 430.000 Breta á aldrinum 40 til 70 ára og var að meðaltali fylgst með þeim í 13 ár.

Í ljós kom að hverjir 2,5 cm í viðbót í mittismál juku hættuna á því að fá hjartaáfall, heilablæðingu, óreglulegan hjartslátt eða önnur hjartavandamál. Sá fimmtungur sem var með mesta mittismálið var 3,21 sinnum líklegri til að upplifa slík vandamál en sá fimmtungur sem var með minnsta mittismálið.

Þeir sem voru með hæsta líkamsþyngdarstuðulinn, BMI, voru 2,65 sinnum líklegri til að upplifa hjartavandamál en þeir sem voru með lægsta líkamsþyngdarstuðulinn. BMI er reiknað út eftir hæð og þyng fólks. Hver auka eining af BMI jók líkurnar á hjartavandamálum um 9%.

Daily Mail segir að Dr Ayodipup Oguntade, aðalhöfundur rannsóknarinnar, ráðleggi fólki að mæla mittismál sitt reglulega til að draga úr hættunni. Hann sagði að fitumagnið á búknum sé mjög mikilvægt þegar kemur að því að fylgjast með fitumagni líkamans og hættunni á hjartasjúkdómum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnu the European Society of Cardiology í Barcelona á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga