Á móti eru starfsmennirnir, sem verða að vera yngri en 3 ára, beðnir um að koma í heimsókn hvenær sem þeir vilja og „ganga eins mikið um og þeir vilja“. CNN skýrir frá þessu.
Það er Gondo Kimie, forstöðukona dvalarheimilisins, sem átti hugmyndina að þessu. Hana fékk hún þegar barnabarn hennar byrjaði að koma í heimsókn á dvalarheimilið fyrir tveimur árum. Einnig komu aðrir starfsmenn stundum með börnin sín með og það gladdi heimilisfólkið mjög mikið sagði Gondo.
Því var byrjað að dreifa flugritum í nágrenninu og auglýsa á samfélagsmiðlum eftir „börnum til starfa“.
Þegar verkefnið hófst á síðasta ári fékkst eitt barn til starfa strax í upphafi. Nú eru þau orðin 32, flest öll úr nágrenninu að sögn Gondo. Verkefnið hefur slegið í gegn hjá heimilisfólkinu, 120 manns búa á dvalarheimilinu, og margir fylgjast brosandi með börnunum þegar þau koma í heimsókn.
Gondo sagði að meira að segja fólk sem talar venjulega ekki mikið og brosi ekki mikið né hreyfist mikið geisli af gleði þegar börnin koma í heimsókn.