fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun í bakgarðinum – Beinagrind af risaeðlu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 07:30

Ánægðir steingervingafræðingar við uppgröftin. Mynd:Lissabonháskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar húseigandi einn í Pombal í Portúgal hófst handa við að stækka húsið sitt árið 2017 gerði hann merkilega uppgötvun. Hann fann bein í bakgarðinum og hafði í framhaldi af því sambandi við hóp vísindamanna.

Vísindamennirnir, sem eru steingervingafræðingar frá Spáni og Portúgal, tóku tæki sín og tól fram og hófust handa við uppgröft í garðinum. Þeir hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að þar sé að finna stóra beinagrind af risaeðlu af tegundinni sauropod.

Beinin hafa varðveist ótrúlega vel. Mynd:Lissabonháskóli

BBC segir að vísindamennirnir telji að þetta sé hugsanlega stærsta beinagrindin af risaeðlu sem fundist hefur í Evrópu. Hún hefur einnig varðveist mjög vel sem er að sögn mjög sjaldgæft. Elisabete Malafaia, hjá Lissabonháskóla, sagði að það sýni að sérstakar aðstæður hafi verið á staðnum. Talið er að beinagrindin sé um 150 milljóna ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við