Vísindamennirnir, sem eru steingervingafræðingar frá Spáni og Portúgal, tóku tæki sín og tól fram og hófust handa við uppgröft í garðinum. Þeir hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að þar sé að finna stóra beinagrind af risaeðlu af tegundinni sauropod.
BBC segir að vísindamennirnir telji að þetta sé hugsanlega stærsta beinagrindin af risaeðlu sem fundist hefur í Evrópu. Hún hefur einnig varðveist mjög vel sem er að sögn mjög sjaldgæft. Elisabete Malafaia, hjá Lissabonháskóla, sagði að það sýni að sérstakar aðstæður hafi verið á staðnum. Talið er að beinagrindin sé um 150 milljóna ára gömul.