Space.com skýrir frá þessu. Evans sagði að NASA leggi mikla áherslu á þetta og þetta sé í miklum forgangi.
Markmiðið er skýrt því auk þess að auka vitneskju okkar um fljúgandi furðuhluti þá vill NASA leggja sitt af mörkum til að rannsóknin verði hluti af hlutlausum vísindarannsóknum sem stundaðar eru. Hann sagði að NASA væri í einstaklega góðri stöðu til að takast á við rannsókn af þessu tagi því starfsfólk stofnunarinnar viti hvernig á að nota þau verkfæri sem vísindin hafa upp á að bjóða og þau gögn sem eru til og aflað er. Allt þetta geti átt þátt í að komast að hvað sé að gerast á himninum okkar.
Reiknað er með að rannsóknin muni kosta um 100.000 dollara og að hún muni taka um níu mánuði. Hún hefst af fullum þunga næsta vor.