fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Leit stendur yfir að afabarni milljarðamærings sem var numin á brott þegar hún var úti að skokka

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. september 2022 20:00

Eliza Fletcher. Á myndinni til hægri má sjá hana á hlaupum í eftirlitsmyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari frá Tennessee-fylki og tveggja barna móðir, Eliza Fletcher að nafni, varð fyrir árás mannræningja á föstudagsmorgun og var numinn á brott. Eliza er kominn af afar auðugri fjölskyldu en afi hennar, Joseph Orgill III,  er stofnandi tæknifyrirtækisins Orgill Inc. og er metinn á fleiri milljarða bandaríkja dollara. Ekkert hefur heyrst né spurst til Elizu frá því að hún var numin á brott en fjölskylda hennar hefur heitið 50 þúsund bandaríkjadölum, rúmum 7 milljónum króna, fyrir upplýsingar um hvenær hún var niðurkomin.

Eliza, sem er mikil íþróttamanneskja,  var á hlaupum kl.4.30 um morguninn við Háskólann í Memphis-borg þegar svartur sendiferðarbíll keyrði upp að henni. Ókunnugur maður greip síðan í hana og eftir nokkur átök dró hann Elizu inn í bílinn sem síðan brunaði á brott. Um kl.7.45 tilkynnti eiginmaður hennar, Richard Fletcher III, að hún hefði ekki skilað sér úr hlaupatúrnum.

Lögregla fann ummerki um átök þar sem að Fletcher hvarf og meðal annars brotinn farsíma og vatnsflösku sem hún var með á hlaupatúrnum.

Þrátt fyrir að til séu myndir úr öryggismyndavélum af glæpnum þá eru þær óskýrar og til að mynda hefur lögregla ekki upplýsingar um bílnúmer sendibílsins.

Í umfjöllunum erlendra miðla um mannránið kemur fram að nærsamfélagið í Memphis-borg þar sem Fletcher er búsett sé slegið óhug vegna málsins. Um sé að ræða friðsælt hverfi þar sem glæpir sem þessir þekkjast ekki.

Lögregla ytra er með mikinn viðbúnað vegna málsins og meðal annars framkvæmt húsleit á heimili Fletcher þar sem hald var lagt á hvítan jeppa,  tölvubúnað og garðklippur sem óvíst er hvernig tengjast málinu.

The Sun er með beina textalýsingu af leitinni af Fletcher

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar