fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Ástæðurnar fyrir að kynlíf tvisvar í viku er kraftaverkalyf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki líklegt að heimilislæknar ráðleggi fólki að stunda meira kynlíf til að bæta heilsuna en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá getur kynlíf verið jafn mikilvægt og að gæta að mataræðinu og áfengisneyslu og að hætta reykingum til að bæta heilsuna.

Kaye Wellings, prófessor í kynlífsheilbrigði við London School of Hygiene and Tropical Medicine, segir að rannsóknir bendi til að kynlíf geti haft jákvæð áhrif á heilsufar fólks, til dæmis ónæmiskerfið, hjartað, æðakerfið og þunglyndi.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að á síðasta ári hafi rannsókn, sem var birt í ritinu Fertility and Sterility, sýnt að það að stunda kynlíf að minnsta kosti þrisvar í mánuði drægi úr líkunum á alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Kenningin gengur út á að kynlífið geri líkamann betur í stakk búinn til að berjast við sjúkdóma.

Rannsókn frá 2004, sem var birt í Psychological Reports, sýndi að það að stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku jók magn ónæmisglóbúlíns A sem er hluti af viðbragðskerfi ónæmiskerfisins sem verndar okkur gegn sýkingum.

Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem var birt í vísindaritinu Ear, Nose & Throat, á síðasta ári sýna að fullnæging losi jafnvel um stíflur í nösum og nefúði.

Rannsókn vísindamanna við University College London sýndi að konur sem voru virkar í kynlífi, stunduðu kynlíf minnst einu sinni í mánuði, fengu tíðahvörf síðar en konur sem ekki stunduðu kynlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Í gær

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings