fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Ástæðurnar fyrir að kynlíf tvisvar í viku er kraftaverkalyf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki líklegt að heimilislæknar ráðleggi fólki að stunda meira kynlíf til að bæta heilsuna en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá getur kynlíf verið jafn mikilvægt og að gæta að mataræðinu og áfengisneyslu og að hætta reykingum til að bæta heilsuna.

Kaye Wellings, prófessor í kynlífsheilbrigði við London School of Hygiene and Tropical Medicine, segir að rannsóknir bendi til að kynlíf geti haft jákvæð áhrif á heilsufar fólks, til dæmis ónæmiskerfið, hjartað, æðakerfið og þunglyndi.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að á síðasta ári hafi rannsókn, sem var birt í ritinu Fertility and Sterility, sýnt að það að stunda kynlíf að minnsta kosti þrisvar í mánuði drægi úr líkunum á alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Kenningin gengur út á að kynlífið geri líkamann betur í stakk búinn til að berjast við sjúkdóma.

Rannsókn frá 2004, sem var birt í Psychological Reports, sýndi að það að stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku jók magn ónæmisglóbúlíns A sem er hluti af viðbragðskerfi ónæmiskerfisins sem verndar okkur gegn sýkingum.

Niðurstöður annarrar rannsóknar, sem var birt í vísindaritinu Ear, Nose & Throat, á síðasta ári sýna að fullnæging losi jafnvel um stíflur í nösum og nefúði.

Rannsókn vísindamanna við University College London sýndi að konur sem voru virkar í kynlífi, stunduðu kynlíf minnst einu sinni í mánuði, fengu tíðahvörf síðar en konur sem ekki stunduðu kynlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við