fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Trans maður látinn í kjölfar hatursárásar í gleðigöngu í Þýskalandi

Pressan
Föstudaginn 2. september 2022 14:07

Mynd/Katie Rainbow, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trans maður lét lífið eftir áverka sem hann hlaut er ráðist var á hann á gleðigöngu í Þýskalandi. Umrætt atvik átti sér stað í borginni Münster þann 27. ágúst.

Maðurinn var 25 ára og hefur aðeins verið nafngreindur í umfjöllun fjölmiðla með eiginnafni sínu, Malte. Árásin átti sér stað er Malte kom tveimur hinsegin konum í göngunni til varna eftir að karlmaður byrjaði að hreyta í þær fordómafullum ónotum. Brást maðurinn ókvæða við og rést á Malte og barði hann niður í götuna.

Í kjölfarið var Malte fluttur á sjúkrahús þar sem honum var haldið sofandi á meðan læknar reyndu að bjarga lífi hans.

Að sögn yfirvalda flúði gerandinn af vettvangi með öðrum aðila og hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Lögregla hefur gefið út lýsingu á gerandanum og óskað eftir að möguleg vitni gefi sig fram. Gerandanum er lýst sem karlmanni á aldrinum 18-20.

Sven Lehmann, umboðsmaður hinseginmála hjá þýsku ríkisstjórninni, segist sleginn yfir atvikinu. Hann skrifaði á Twitter: „Malte er látinn í kjölfar hatursárásarinnar á CSD Münster. Ég er í áfalli og hryggur. Sendi stuðning og samúð á fjölskyldu hans og vini. Ofbeldi gegn hinsegin fólki er ógn sem við verðum öll að rísa upp gegn.“

Samtök lesbía og homma í Þýskalandi segja í yfirlýsingu: „Lögreglan í Münster og ríkislögreglan verða að lýsa því yfir sem fyrst að þetta sé transfóbísk ofbeldisárás og viðurkenna að þetta var glæpur með pólitískan ásetning. Þegar samfélagið okkar er ekki einu sinni öruggt á Christopher Street deginum [sambærilegt við hinsegin daga] þá fara hatursglæpir að hefta frelsi okkar. Lesbíur, hommar, tvíkynhneigt, trans, intersex, kynsegin og hinsegin fólk á þau grundvallar réttindi að lifa frjáls og örugg. Það er skylda ríkisins að tryggja og vernda þetta grundvallar frelsi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega