fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Bjóða Spánverjum milljónir ókeypis lestaferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 19:00

Spænsk lest. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var byrjað að bjóða spænskum lestarfarþegum ókeypis mánaðarkort í allar svæðislestir og lestir sem aka á millivegalengdum. Ekki verður ókeypis í lestir sem aka á löngum leiðum og það þarf áfram að borga fyrir stakar ferðir ef fólk vill ekki nýta sér mánaðarkort.

Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að lækka framfærslukostnað landsmanna en verðbólgan hefur farið hækkandi að undanförnu og mælist nú um 10% á ársgrundvelli.

Einnig vill ríkisstjórnin, sem er undir forystu jafnaðarmanna, fá fólk til að nýta sér almenningssamgöngur í meiri mæli.

Langar raðir mynduðust við sjálfsala á miðvikudaginn þegar fólk náði sér í mánaðarkort. Áður hafði um hálf milljón manna pantað sér mánaðarkort fyrir fram.

Ríkisjárnbrautarlestarfélagið Renfe reiknar með að um áramótin verði Spánverjar búnir að fara 75 milljónir ókeypis ferðir með lestum félagsins.

Einnig verður boðið upp á afslátt í öðrum almenningssamgöngufarartækjum. Reiknað er með að kostnaður ríkisins við þetta verði 221 milljón evra fram til áramóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál