fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Lögreglan stöðvaði bíl sem var fullur af eitri – Nóg til að drepa 42 milljónir manna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 21:00

Ópíóíðar eru stórhættulegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega stöðvuðu bandarískir landamæraverðir, á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í Arizona, akstur tveggja kvenna í hvítum bíl. Í bílnum sáu þeir marga poka. Við skoðun á þeim kom í ljós að í þremur voru margir litlir pakkar sem voru límdir aftur með sterku límbandi og smurðir inn í bílolíu.

Í tilkynningu frá U.S. Customs and Border Protection kemur fram að konurnar hafi verið mjög stressaðar og það greinilega ekki að ástæðulausu. Fox News skýrir frá þessu.

Ástæðan er að í pokunum þremur voru 340 pakkar með fentanýltöflum, alls 85 kíló af þessu hættulega efni sem er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum sterkara en heróín.

Um 14.000 töflur var að ræða af þessu vinsæla ópíóíðalyfi sem er ein af ástæðunum fyrir mikilli misnotkun ópíóíða í Bandaríkjunum en um 100 manns látast að meðaltali daglega af völdum misnotkunar ópíóíða.

Samkvæmt upplýsingum frá United States Drug Enforcement Administration eru töflurnar svo sterkar að þær hefðu getað banað 42,4 milljónum manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi