Í tilkynningu frá U.S. Customs and Border Protection kemur fram að konurnar hafi verið mjög stressaðar og það greinilega ekki að ástæðulausu. Fox News skýrir frá þessu.
Ástæðan er að í pokunum þremur voru 340 pakkar með fentanýltöflum, alls 85 kíló af þessu hættulega efni sem er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum sterkara en heróín.
Um 14.000 töflur var að ræða af þessu vinsæla ópíóíðalyfi sem er ein af ástæðunum fyrir mikilli misnotkun ópíóíða í Bandaríkjunum en um 100 manns látast að meðaltali daglega af völdum misnotkunar ópíóíða.
Samkvæmt upplýsingum frá United States Drug Enforcement Administration eru töflurnar svo sterkar að þær hefðu getað banað 42,4 milljónum manna.