Nú hafa vísindamenn hugsanlega fundið hluta af skýringunni á þessu. Í beinum, sem voru grafin upp á Krít, eru ummerki eftir bakteríurnar sem bera ábyrgð á tveimur stærstu morðingjum sögunnar: svartadauða og taugaveiki. Science Alert skýrir frá þessu.
Um útdauðar undirtegundir af bakteríunum Yersenia Pestis (svartidauði) og Salmonella Enterica (taugaveiki) er að ræða.
Bakteríur skilja ekki eftir nein ummerki á beinum og því sést vísindamönnum oft yfir þær. En að þessu sinni fundust þær því vísindamennirnir gerðu ítarlega erfðafræðilega rannsókn á beinunum.
En faraldrar af völdum þessara baktería geta varla einir og sér skýrt hrun menningarsamfélaganna við Miðjarðarhafið á þessum tíma.
Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, eru því sammála en telja að faraldrarnir geti hafa átt hlut að máli og ekki megi horfa fram hjá þeim.
Þeir leggja því til að fleiri bein frá þessum tíma verði grafin upp og ítarlegar erfðafræði rannsóknir gerðar á þeim. Með því verði hægt að kortleggja áhrif sjúkdómanna á þær miklu samfélagsbreytingar sem urðu á þessu svæði fyrir rúmlega 4.000 árum.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology.