fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svartidauði og taugaveiki flýttu hugsanlega hruni stórra menningarsamfélaga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 22:45

Svartidauði. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kringum árið 2200 fyrir Krist fóru hlutirnir að þróast á mjög slæman veg við Miðjarðarhafið. Á næstu 200 árum hrundu mörg stór menningarsamfélög til grunna. Fólki fækkaði og viðskipti drógust saman.

Nú hafa vísindamenn hugsanlega fundið hluta af skýringunni á þessu. Í beinum, sem voru grafin upp á Krít, eru ummerki eftir bakteríurnar sem bera ábyrgð á tveimur stærstu morðingjum sögunnar: svartadauða og taugaveiki. Science Alert skýrir frá þessu.

Um útdauðar undirtegundir af bakteríunum Yersenia Pestis (svartidauði) og Salmonella Enterica (taugaveiki) er að ræða.

Bakteríur skilja ekki eftir nein ummerki á beinum og því sést vísindamönnum oft yfir þær. En að þessu sinni fundust þær því vísindamennirnir gerðu ítarlega erfðafræðilega rannsókn á beinunum.

En faraldrar af völdum þessara baktería geta varla einir og sér skýrt hrun menningarsamfélaganna við Miðjarðarhafið á þessum tíma.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, eru því sammála en telja að faraldrarnir geti hafa átt hlut að máli og ekki megi horfa fram hjá þeim.

Þeir leggja því til að fleiri bein frá þessum tíma verði grafin upp og ítarlegar erfðafræði rannsóknir gerðar á þeim. Með því verði hægt að kortleggja áhrif sjúkdómanna á þær miklu samfélagsbreytingar sem urðu á þessu svæði fyrir rúmlega 4.000 árum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki