fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Rykkorn á Ryugu geta hugsanlega veitt svör um tilurð heimshafanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 19:00

Ryugu. Mynd:Japan Aerospace Exploration Agency/University of Tokyo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rykkorn, sem eru eldri en sólkerfið okkar, fundust á loftsteininum Ryugu sem er um 320 milljónir kílómetra frá jörðinni. Þessi rykkorn geta hugsanlega varpað ljósi á hvernig heimshöfin urðu til.

Það var japanskt geimfar sem tók jarðvegssýni á Ryougu 2018 og 2019 og flutti til jarðarinnar. Daily Mail segir að vísindamenn segi að rykagnir, sem voru í sýnunum, séu úr kísilkarbíði sem er efnasamband sem myndast ekki náttúrlega á jörðinni.

Sólin og pláneturnar í sólkerfinu okkar eru um 4,6 milljarða ára gamlar en alheimurinn um 13,7 milljarða ára gamall.

Rannsókn á sýnunum, sem voru tekin á Ryugu, bendir til að vatn hafi borist til jarðarinnar með loftsteinum frá ystu mörkum sólkerfisins.

Vísindamenn eru að rannsaka þessi efni til að reyna að varpa ljósi á uppruna lífsins og myndum alheimsins.

Gögn benda til að Ryugu geti verið leifar af eldgamalli halastjörnu sem hafi verið á ferð um sólkerfið í tugi þúsunda ára. Hár hiti hafi síðan þurrkað halastjörnuna upp og breytt henni í loftstein.

Í grein í Nature Astronomy segja vísindamennirnir að sýnin frá Ryugu geti veitt vísbendingar um hvernig heimshöfin mynduðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?