Við smit er fólki ráðlagt að halda ákveðinni fjarlægð frá gæludýrum og sleppa því að klappa þeim og deila mat og rúmi með þeim. Ef gæludýr býr hjá smituðum einstaklingi á að halda því frá öðrum dýrum. Hunda á til dæmis að hafa í taumi og halda þeim frá öðrum hundum og köttum á að halda innandyra. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá heilbrigðisyfirvöldum víða erlendis.
Í vísindaritinu The Lancet var nýlega skýrt frá því að í fyrsta sinn hefði verið staðfest að apabóla hefði smitast úr manneskju í dýr. Um tvo samkynhneigða karla frá París er að ræða og hundinn þeirra. 12 dögum eftir að mennirnir, sem eru par, smituðust af apabólu sýndi hundurinn þeirra sjúkdómseinkenni. Með sýnatöku var staðfest að hann væri smitaður af apabólu. Eins og eigendurnir fékk hann sár og blöðrur.
Eftir því sem kemur fram í The Lancet þá leyfði parið hundum að sofa uppi í rúmi hjá þeim. Hann var því í náinni snertingu við þá og smitaðist því.