fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hundar og kettir geta smitast af apabólu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 07:30

Kettir eru vinsæl dýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef gæludýraeigendur smitast af apabólu þá þurfa þeir að halda gæludýrum sínum í einangrun því dýrin geta borið veiruna með sér. Þetta á við um hunda, ketti og önnur gæludýr.

Við smit er fólki ráðlagt að halda ákveðinni fjarlægð frá gæludýrum og sleppa því að klappa þeim og deila mat og rúmi með þeim. Ef gæludýr býr hjá smituðum einstaklingi á að halda því frá öðrum dýrum. Hunda á til dæmis að hafa í taumi og halda þeim frá öðrum hundum og köttum á að halda innandyra. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá heilbrigðisyfirvöldum víða erlendis.

Í vísindaritinu The Lancet var nýlega skýrt frá því að í fyrsta sinn hefði verið staðfest að apabóla hefði smitast úr manneskju í dýr. Um tvo samkynhneigða karla frá París er að ræða og hundinn þeirra. 12 dögum eftir að mennirnir, sem eru par, smituðust af apabólu sýndi hundurinn þeirra sjúkdómseinkenni. Með sýnatöku var staðfest að hann væri smitaður af apabólu. Eins og eigendurnir fékk hann sár og blöðrur.

Eftir því sem kemur fram í The Lancet þá leyfði parið hundum að sofa uppi í rúmi hjá þeim. Hann var því í náinni snertingu við þá og smitaðist því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót