Verið er að gera þau aðgengileg á stafrænu formi hjá háskólabókasafni Cambridge háskólans í Englandi.
Sky News segir að meðal þeirra uppskrifta sem séu í handritunum sé að til að lækna þvagsýrugigt eigi að baka saltaða uglu og mala hana í duft.
Að fylla hvolp með sniglum og salvíu, grilla hann yfir eldi og nota fituna til að búa til smyrsl er að sögn önnur leið til að eiga við þvagsýrugigt.
Einnig eru leiðbeiningar um hvernig sé hægt að sjá hvort höfuðkúpa hafi brotnað eða sprungið af völdum vopns og hvernig sé hægt að lagfæra beinbrot og stöðva blæðingu.
Nákvæmar teikningar fylgja sumum leiðbeininganna.