fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

COVID-19 eykur líkurnar á heilaþoku og elliglöpum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá eru kvillar á borð við geðtruflun, elliglöp, flog og heilaþoku algengari í allt að tvö ár eftir COVID-19 smit en eftir aðrar öndunarfærasýkingar.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að fólk sem hafi smitast af COVID-19 sé í meiri hættu á að þróa með sér taugasjúkdóma og geðræn vandamál á borð við geðtruflun, elliglöp og heilaþoku í allt að tvö ár eftir smit. Hugsanlega er hættan meiri í lengri tíma en rannsókninni lauk þegar fylgst hafði verið með sjúklingunum í tvö ár eftir smit.

Fullorðnir eru einnig í aukinni hættu á að glíma við kvíða og þunglyndi en það dregur þó úr því innan tveggja mánaða frá veikindunum.

Rannsóknin byggðist á 1,25 milljónum smitaðra einstaklinga. Hún leiddi einnig í ljós að börn, sem smitast af COVID-19, eru líklegri til að greinast með sjúkdóma á borð við flog og geðtruflanir. Líkurnar á að þau greinist eru þó í flestum tilfellum minni en hjá fullorðnum.

Fullorðnir, 64 ára og yngri, voru í meiri hættu á að glíma við heilaþoku og vöðvaverki en þeir sem höfðu fengið aðra öndunarfærasjúkdóma.

Hjá fullorðnum, 65 ára og eldri, voru meiri líkur á að fólk fengi heilaþoku, elliglöp og geðtruflanir en þeir sem höfðu fengið aðra öndunarfærasjúkdóma.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að Deltaafbrigði kórónuveirunnar kom meira við sögu hvað varðar aðra sjúkdóma og veikindi en Alphaafbrigðið. Hvað varðar Ómíkron þá voru líkurnar svipaðar og með Deltaafbrigðið.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet Psychiatry.

Paul Harrison, prófessor við Oxfordháskóla og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að þrátt fyrir að tölurnar séu ekki lágar þá séu þær ekki stórar og það verði að setja þær í samhengi við hugsanlegt aukið álag á heilann og andlega heilsu almennings vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“