fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Barnaníðingur lést á undarlegan hátt þegar hann var sakfelldur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 20:30

Edward Leclair lést nánast um leið og hann var sakfelldur. Mynd:FRISCO POLICE DEPARTMENT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Edward Leclair, 57 ára, fundinn sekur um að hafa nauðgað barni. Þegar niðurstaða dómsins var lesinn upp í bandarískum dómsal svolgraði hann vökva, sem var í vatnsflöskunni hans, í sig. Flaskan hafði staðið á borðinu fyrir framan hann. Skömmu síðar fór honum að líða illa og var fluttur í fangaklefa þar sem hann byrjaði að kasta upp. Síðan hneig hann niður.

Hann var þá fluttur á sjúkrahús. Skömmu eftir komuna þangað var hann úrskurðaður látinn. NBC News skýrir frá þessu.

Fram kemur að vitni hafi sagt að vökvinn í flöskunni hafi verið „gruggugur“ og „þykkur“.

Verjandi Leclair og saksóknari segja að hann hafi drukkið vökvann á undarlegan hátt og hafi það vakið athygli. „Ég tók eftir að hönd hans skalf. Ég hélt þá að það væri vegna þess að hann var sakfelldur en hann hélt bara áfram að drekka og drekka,“ sagði Mike Howard, verjandi hans í samtali við NBC News.

Saksóknarinn sagðist telja að Leclair hafi verið látinn þegar sjúkrabíllinn kom í dómhúsið. „Hann var örugglega dáinn eða við það að deyja. Hann var alveg grár og það var ekki að sjá að sjúkraflutningsmennirnir væru að flýta sér,“ sagði hann.

Nú er verið að rannsaka hvað var í flöskunni og hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað.

Leclair lést áður en dómari gat kveðið upp úr um hversu lengi hann skyldi sitja í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga