fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 20:00

Konurnar fengu notaða smokka í pósti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fátækt og ódýrar pakkaferðir hafa gert Gambíu, sem er í vestanverðri Afríku, að vinsælum áfangastað fyrir breskar konur sem eru í leit að kynlífi. Nú vilja gambísk yfirvöld stöðva þetta og segja að þessir „kynlífsferðamenn“ fæli aðra ferðamenn frá landinu.

Þessi þróun, að konur sæki til Gambíu í leit að kynlífi, hefur átt sér stað á síðustu 30 árum. Það eru ekki bara konur frá Bretlandi sem leita þangað, konur víða að úr Evrópu koma þangað en flestar eru þær frá Bretlandi. Þær eru í leit að kynlífi með ungum heimamönnum.

The Telegraph  segir að nú vilji ferðamannayfirvöld í Gambíu binda enda á heimsóknir af þessu tagi því þær skaði orðspor landsins á erlendum vettvangi. „Það sem við viljum eru gæðaferðamenn, Ferðamenn sem koma til að njóta landsins og menningarinnar en ekki bara í leit að kynlífi,“ sagði Abubacarr S. Camara, forstjóri ferðamálasamtaka landsins.

Kynlífsferðir til Gambíu byrjuðu að njóta mikilla vinsælda eftir að breska ferðaskrifstofan Thomas Cook byrjaði að selja pakkaferðir þangað á tíunda áratugnum. Einnig kemur töluverður fjöldi kvenna frá Hollandi, Svíþjóð og Þýskalandi til landsins til að hitta unga karla.

Mikil fátækt, mikið atvinnuleysi og litlir möguleikar á menntun gera mörgum Gambíubúum erfitt fyrir við að komast af og fyrir marga unga menn er líkami þeirra aðaltekjulindin. Þeir selja konunum kynlíf í von um peninga og hugsanlega leið til að komast til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?