fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Tilraun lofar góðu – Hornhimna úr grísahúð getur veitt blindum sýn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 09:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við háskólann í Linköping í Svíþjóð vinna nú að því að finna aðferð til að hjálpa blindum og sjónskertum að fá sjónina aftur. Rannsókn þeirra hefur gengið vel og niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar.

Með því að nota prótín úr grísahúð hefur vísindamönnunum tekist að búa til gervihornhimnu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Biotechnology. Rannsóknin er lítil og í raun aðeins frumrannsókn.

Tuttugu blindir einstaklingar og að hluta til blindir fengu nýju hornhimnurnar ígræddar og fengu allir sjónina aftur. Tveimur árum eftir ígræðsluna höfðu engin vandamál komið upp að því er segir í fréttatilkynningu frá háskólanum í Linköping.

Hornhimnan er ysta lag augans. Hún samanstendur aðallega af prótíninu kollagen en mikið er af því í húð svína.

Vísindamennirnir unnu kollagensameindir úr svínahúð og notuðu til að búa til gegnsætt efni, hornhimnu, sem þoldi að vera grætt í fólk.

Mehrdad Rafat, einn af hópnum sem vann að verkefninu, sagði að ef þessar hornhimnur valdi engum vandamálum fyrir þeganna þá muni þetta geta skipt sköpum fyrir blint fólk um allan heim. „Við höfum lagt mikla orku í að tryggja að uppfinningin okkar verði almennt aðgengileg og svo ódýr að hún verði ekki aðeins fyrir þá ríku. Þess vegna verður hægt að nota þessa tækni um allan heim,“ sagði hann að því er segir í fréttatilkynningunni.

Margir kostir fylgja nýju aðferðinni. Sá stærsti er að það er aðeins hægt að geyma venjulegar hornhimnur í tvær vikur áður en þær eru græddar í sjúklinginn. En hornhimnur úr svínahúð er hægt að geyma í allt að tvö ár.

Sjálf aðgerðin er einnig einfaldari. Læknirinn gerir lítinn skurð í augað þar sem ígrædda hornhimnan er sett. Ólíkt því sem er þegar hornhimnur úr fólki eru notaðar þá þarf ekki að sauma.

Vísindamennirnir segja að það sé þörf á að gera stærri rannsókn og síðan verða heilbrigðisyfirvöld að samþykkja að aðferðin verði notuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál