fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Stytta veturinn um einn mánuð og spara þannig í snjómokstri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 16:30

Snjór á Jótlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega bauð danska vegagerðin út snjómokstur næsta vetur. Boðin voru há og niðurstaða sérfræðinga vegagerðarinnar var að þetta yrði alltof kostnaðarsamt. En þá fékk einhver þá snjöllu hugmynd að stytta veturinn bara um einn mánuð til að þetta yrði viðráðanlegt kostnaðarlega séð.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að farið hafði verið yfir veðurgögn nokkur ár aftur í tímann.

Nú verða snjómoksturstæki því klár til að ryðja vegi og salta frá 15. október til 30. mars.  Áður voru þau til reiðu frá 1. október til 15. apríl. Með þessu hefur vegagerðin stytt veturinn úr sex og hálfum mánuði niður í fimm og hálfan.

Jótlandspósturinn hefur eftir Michael Kirkfeldt, rekstrarstjóra hjá vegagerðinni, að þetta sé gert eftir yfirferð á eldri veðurgögnum.  Hann sagði að veðurgögn frá 2015 fram til 2021/2022 hafi verið skoðuð og farið yfir hversu oft þurfti að senda moksturstæki og saltbíla út á vegina. Út frá því hafi verið ákveðið að stytta þann tíma sem saltbílar eru til reiðu um tvær vikur. Hvað varðar snjómokstur er tíminn styttur um fjórar vikur.

Þegar þessi ákvörðun var tekin átti það einnig sinn þátt að kostnaðurinn við snjómokstur og söltun þrefaldaðist í nýlegu útboði frá síðasta útboði. Ástæðan er stríðið í Úkraínu, eldsneytisverð og skortur á bílstjórum.

Hjá loftslagsrannsóknarmiðstöð dönsku veðurstofunnar sagði Adrian Lema að vegagerðin hafi nokkuð til síns mál um þróun veðurfars í Danmörku. Almennt séð fækki dögum sem frýs og frá 1873 hafi dögum þar sem frýs fækkað um 30 á ári samhliða 1,5 gráðu hækkun meðalhita.

Lenna sagði að reiknað sé með að hækkun meðalhita verði orðin 2,7 gráður fyrir aldamót. Það þýði að frostdögum muni fækka enn frekar. Nú séu þeir um 70 á ári en verði komnir niður í 50 um aldamótin ef miðað er við loftslagslíkön.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 5 dögum

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk