Vísindamenn við First Street Foundation, sem eru óhagnaðardrifin samtök í New York, hafa rannsakað hvernig veðurfar muni þróast í Bandaríkjunum í framtíðinni. Niðurstöðurnar sýna að það verður heitt.
Niðurstöður rannsóknar þeirra sýna að eftir tæplega 31 ár munu rúmlega 100 milljónir landsmanna búa í „öfgakenndu hitabelti“. „Öfgakennt hitabelti“ er skilgreint sem svæði þar sem hitinn fer í rúmlega 52 gráður að minnsta kosti einu sinni á ári.
Hitabelti framtíðarinnar munu ná yfir stór svæði í landinu þar sem hitinn fer venjulega ekki svona hátt.
Svæðið sem um ræðir er í suðausturhluta landsins, rétt vestan við Appalachian Mountains sem ná frá Texas og Louisiana upp í gegnum Missouri og Iowa.
En mesta hækkun hita mun eiga sér stað annars staðar. Í Miami Dade County í Flórída eru nú 7 dagar á ári þar sem hitinn fer í tæplega 40 gráður. Í framtíðinni verða 34 dagar á ári þar sem hitinn fer í 40 gráður.