fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Leiðtogi glæpagengis skotinn til bana í Svíþjóð – Tæplega 50 skotnir til bana á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi glæpagengis var skotinn til bana í Haninge í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Maðurinn, sem var 25 ára, var háttsettur meðlimur glæpagengis sem hefur um langa hríð staðið í blóðugum átökum.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í höfuðið. Tilkynning um skothríð barst til lögreglunnar klukkan 18.20. Maðurinn fannst utandyra og var strax fluttur á sjúkrahús. Í gærkvöldi var staðfest að hann hefði verið úrskurðaður látinn þegar á sjúkrahúsið var komið.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Það sem af er ári hafa 47 verið skotnir til bana í Svíþjóð en allt árið í fyrra féllu 46 fyrir byssukúlum. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja. Ekkert Evrópuríki kemst nærri Svíþjóð hvað varðar fjölda morða með skotvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga