fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Leiðtogi glæpagengis skotinn til bana í Svíþjóð – Tæplega 50 skotnir til bana á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi glæpagengis var skotinn til bana í Haninge í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Maðurinn, sem var 25 ára, var háttsettur meðlimur glæpagengis sem hefur um langa hríð staðið í blóðugum átökum.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í höfuðið. Tilkynning um skothríð barst til lögreglunnar klukkan 18.20. Maðurinn fannst utandyra og var strax fluttur á sjúkrahús. Í gærkvöldi var staðfest að hann hefði verið úrskurðaður látinn þegar á sjúkrahúsið var komið.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Það sem af er ári hafa 47 verið skotnir til bana í Svíþjóð en allt árið í fyrra féllu 46 fyrir byssukúlum. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja. Ekkert Evrópuríki kemst nærri Svíþjóð hvað varðar fjölda morða með skotvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum