fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Leggja til að múslímskum stúlkum verð bannað að nota slæður í dönskum skólum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 07:00

Nefndin telur að slæðurnar hafi mikil áhrif á daglegt líf stúlkna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á að vera bannað að vera með slæðu, hefðbundinn höfuðfatnað margra múslímskra stúlkna og kvenna, í dönskum grunnskólum. Þetta er ein af tillögum nefndar, sem danska ríkisstjórnin setti á laggirnar fyrr á árinu, um hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að stúlkur og konur úr röðum innflytjenda lúti stjórn fjölskyldna sinna og þess samfélagshóps sem þær tilheyra.

Lokaskýrsla nefndarinnar verður ekki lögð fram fyrr en á næsta ári en nú þegar hefur hún komið með nokkrar ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar um hvernig sé hægt að bæta líf stúlkna úr minnihlutahópum. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Fram kemur að ein af þessum tillögum sé að banna stúlkum að bera slæðu yfir höfði sínu í grunnskólum landsins. Rökin fyrir þessu eru að þetta skipti stúlkunum í hópa og sýni að múslímsku stúlkurnar séu öðruvísi en stúlkur af dönskum uppruna.

„Við beinum sjónum okkar að því að tryggja að stúlkurnar, sem njóta ekki sama frelsis og við hin, fái það. Eitt af því sem kemur mikið við sögu er spurningin um slæðurnar og stúlkur sem þurfa að bera þær frá unga aldri,“ sagði Christina Krzyrosiak Hansen, formaður nefndarinnar og bæjarstjóri í Holbæk. „Ef maður er í vafa um hvort þetta sé vandamál eða ekki, þá finnst mér að maður eigi að fara í danskan skóla og tala við sumar af stúlkunum sem þetta snýst um,“ bætti hún við í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Nefndin leggur til að bannið eigi að gilda um alla skóla á grunnskólastigi, þar á meðal múslímska einkaskóla.

Svipað bann var sett á í Frakklandi 2004. Þar mega hvorki nemendur né kennarar bera trúarleg tákn í skólanum. Brian Arly Jacobsen, lektor í trúarbragðafélagsfræði við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að engar skýrar sannanir hafi komið fram um að bann af þessu tagi dragi úr félagslegri stjórnun yfir múslímskum stúlkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“