fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Greindist með HIV, COVID-19 og apabólu samtímis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 07:46

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa skýrt frá fyrsta þekkta tilfellinu þar sem sami einstaklingurinn greindist með HIV, COVID-19 og apabólu á sama tíma.

Um 36 ára gamlan ítalskan karlmann er að ræða. Í lok júní fór hann að finna fyrir sjúkdómseinkennum á borð við þreytu, hita og hálsbólgu. Hann hafði komið heim frá Spáni níu dögum áður.

Skýrt er frá málinu í Journal of Infection. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið á Spáni frá 16. til 20. júní. Hann sagðist hafa stundað óvarið kynlíf með karlmönnum á þeim tíma.

Þann 2. júlí greindist hann með COVID-19. Að kvöldi þessa sama dags fékk hann útbrot á vinstri handlegginn og daginn eftir komu litlar blöðrur og útbrot fram á búk hans, fótum, andliti og rassvöðvum. Blöðrurnar ollu miklum sársauka.

Þann 5. júlí höfðu blöðrurnar þróast yfir í nokkurskonar graftarbólur. Leitaði maðurinn þá á sjúkrahús í Catania. Þar greindist hann með apabólu. Einnig var rannsakað hvort hann væri með einhverja kynsjúkdóma og kom þá í ljós að hann var með HIV og segja læknar að miðað við magn CD4 megi telja líklegt að smitið hafi verið frekar nýlegt. Maðurinn fór í HIV sýnatöku í september 2021 og var niðurstaðan þá neikvæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“