fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Greindist með HIV, COVID-19 og apabólu samtímis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 07:46

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa skýrt frá fyrsta þekkta tilfellinu þar sem sami einstaklingurinn greindist með HIV, COVID-19 og apabólu á sama tíma.

Um 36 ára gamlan ítalskan karlmann er að ræða. Í lok júní fór hann að finna fyrir sjúkdómseinkennum á borð við þreytu, hita og hálsbólgu. Hann hafði komið heim frá Spáni níu dögum áður.

Skýrt er frá málinu í Journal of Infection. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið á Spáni frá 16. til 20. júní. Hann sagðist hafa stundað óvarið kynlíf með karlmönnum á þeim tíma.

Þann 2. júlí greindist hann með COVID-19. Að kvöldi þessa sama dags fékk hann útbrot á vinstri handlegginn og daginn eftir komu litlar blöðrur og útbrot fram á búk hans, fótum, andliti og rassvöðvum. Blöðrurnar ollu miklum sársauka.

Þann 5. júlí höfðu blöðrurnar þróast yfir í nokkurskonar graftarbólur. Leitaði maðurinn þá á sjúkrahús í Catania. Þar greindist hann með apabólu. Einnig var rannsakað hvort hann væri með einhverja kynsjúkdóma og kom þá í ljós að hann var með HIV og segja læknar að miðað við magn CD4 megi telja líklegt að smitið hafi verið frekar nýlegt. Maðurinn fór í HIV sýnatöku í september 2021 og var niðurstaðan þá neikvæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023