Skólinn tilkynnti í gær, þriðjudag, að handritið, sem er ein blaðsíða og þekkt sem „Galileo handritið“ hafi verið gert af Tobia Nicotra sem var vel þekktur falsari frá Ítalíu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að falsa skjöl, sem áttu að vera eftir Galileo, 1934. Hann falsaði einnig rithönd Christopher Columbus og Wolfgang Amadeus Mozart.
Handritið sem um ræðir innihélt einnig bréf og kynningu hans á stjörnusjónauka sínum og því sem átti að vera yfirlit yfir rannsóknir hans á tunglum Júpíters 1610.
Það var í maí á þessu ári sem Nick Wilding, prófessor við ríkisháskólann í Georgíu, lýsti yfir „alvarlegum efasemdum um uppruna handritsins“. Nú hefur rannsókn á vegum Michigan háskóla staðfest þessar efasemdir.