fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Frægt handrit eftir Galileo er falsað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 20:30

Galileo Galilei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega eina öld hefur bókasafn Michigan háskólans verið með handrit í sinni vörslu sem talið var að væri eftir stjörnufræðinginn Galileo Galilei. Nú telur skólinn hins vegar að handritið sé falsað en sú skoðun byggist á innri rannsókn háskólans á því.

Skólinn tilkynnti í gær, þriðjudag, að handritið, sem er ein blaðsíða og þekkt sem „Galileo handritið“ hafi verið gert af Tobia Nicotra sem var vel þekktur falsari frá Ítalíu. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að falsa skjöl, sem áttu að vera eftir Galileo, 1934. Hann falsaði einnig rithönd Christopher Columbus og Wolfgang Amadeus Mozart.

Handritið sem um ræðir innihélt einnig bréf og kynningu hans á stjörnusjónauka sínum og því sem átti að vera yfirlit yfir rannsóknir hans á tunglum Júpíters 1610.

Það var í maí á þessu ári sem Nick Wilding, prófessor við ríkisháskólann í Georgíu, lýsti yfir „alvarlegum efasemdum um uppruna handritsins“. Nú hefur rannsókn á vegum Michigan háskóla staðfest þessar efasemdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi