fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Bréf var lykillinn að lausn 34 ára gamallar morðgátu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 22:00

Anna Kane. Mynd:Pennsylvania Crime Stoppers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 1988 var Anna Kane, 26 ára, kyrkt í Pennnsylvania í Bandaríkjunum. Ekki tókst að leysa málið á sínum tíma en nýlega tókst lögreglunni að leysa það á grunni erfðasýna sem fundust á líkinu og á bréfi sem var sent til staðardagblaðs árið 1990. Í bréfinu voru nákvæmar upplýsingar um morðið, upplýsingar sem aðeins morðinginn gat búið yfir.

Lík Önnu fannst við slóða í Perry Township þann 23. október 1988. Nýlega tilkynnti lögreglan að kennsl hefðu verið borin á morðingja hennar, tæpum 35 árum eftir morðið. Hann hét Scott Grim. Hann lést 2018 af eðlilegum orsökum.

DNA fannst á líkinu og fatnaði Önnu. Rannsókn leiddi í ljós að þetta var DNA úr karlmanni en ekki var vitað hverjum. 1990 birti staðardagblaðið Reading Eagle forsíðufrétt um morðið og bað almenning um aðstoð við að leysa það. Í kjölfarið barst blaðinu bréf þar undirritað af „áhyggjufullum borgara“ sem innihélt „fjölda nákvæmra upplýsinga“ um morðið. Þetta sagði Daniel Womer, lögreglumaður, á fréttamannafundi þar sem lögreglan tilkynnti að tekist hefði að finna morðingja Önnu.

Umslagið, sem bréfið var sent í, var límt aftur. Hafði verið sleikt til að líma það. Sérfræðingar tóku DNA af munnvatninu og reyndist það vera það sama og fannst á Önnu.

Fyrr á þessu ári tók erfðafræðifyrirtækið Parabon NanoLabs í Virginíu að sér að rannsaka málið en fyrirtækið hefur komið að rannsóknum á gömlum sakamálum á undanförnum árum. Rannsókn sérfræðinga þess, erfðafræðirannsókn, beindi sjónum lögreglunnar að Scott Grim sem lést 2018, 58 ára að aldri, af eðlilegum orsökum. Hann var 26 ára þegar Anna var myrt.

Sky News segir að lögreglan hafi orðið sér úti um lífsýni, DNA, úr Grim og hafi það veitt fullkomna svörun við DNA sem var á bréfinu og Önnu. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvernig hún varð sér úti um lífsýni úr Grim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki