Lögreglan staðfesti í gær við Sænska ríkisútvarpið að sprengja hefði verið í töskunni.
Sprengjusérfræðingar rannsökuðu töskuna og töldu innihald hennar hættulegt. Þeir eyddu sprengjunni á vettvangi um klukkan 1 aðfaranótt mánudags með því að skjóta á sprengiefnið í henni. Úr varð töluvert mikil sprenging.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé nú til rannsóknar og ekki liggi fyrir hversu öflug sprengjan var.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.