fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Taska með sprengju fannst á menningarhátíð í Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 06:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn voru mörg þúsund manns samankomnir á menningarhátíð í miðborg Stokkhólms. Um klukkan 22 fannst dularfull taska á hátíðarsvæðinu í Kungsträdgården. Lögreglan lokaði í kjölfarið stóru svæði af og vísaði fólki á brott.

Lögreglan staðfesti í gær við Sænska ríkisútvarpið að sprengja hefði verið í töskunni.

Sprengjusérfræðingar rannsökuðu töskuna og töldu innihald hennar hættulegt. Þeir eyddu sprengjunni á vettvangi um klukkan 1 aðfaranótt mánudags með því að skjóta á sprengiefnið í henni. Úr varð töluvert mikil sprenging.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé nú til rannsóknar og ekki liggi fyrir hversu öflug sprengjan var.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún