fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sérfræðingur segir að þetta séu karlarnir sem vilja ekki leyfa konum að borga á stefnumótum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 22:00

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun, sem var gerð á vegum stefnumótaappsins Badoo, sýnir að 65% aðspurðra kvenna vilja helst greiða sjálfar þegar þær fara á stefnumót.

Þetta getur hugsanlega einfaldað fyrstu stefnumót því þau eru oft algjörlega fullkomin eða mjög vandræðalega, sjaldan eitthvað þar á milli. Eitt af þeim augnablikum sem skiptir miklu máli á fyrsta stefnumóti er þegar reikningurinn kemur og þá hver greiðir hann.

Skiptar skoðanir eru um hver á að greiða. Sumir telja að karlinn eigi alltaf að gera það en aðrir telja að sanngjarnt sé að hvor aðili um sig greiði helminginn.  Þriðji hópurinn telur að sá, eða sú, sem býður hinum aðilanum á stefnumótið eigi að greiða.

En samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þá vilja 65% kvenna greiða reikninginn á fyrsta stefnumóti og þá er ekki verið að tala um að skipta honum í tvennt, þær vilja greiða allan reikninginn.

Claire Stott, sálfræðingur og stefnumótasérfræðingur hjá Badoo, segir að þetta sé vegna þess að sjálfstraust sé eitt það mikilvægasta í fari fólks og þess vegna vilji konurnar greiða reikninginn. „Sjálfstraust er einn mest aðlaðandi eiginleikinn hjá hugsanlegum maka. Konur sem taka frumkvæðið og greiða fyrir stefnumótið sýna þar með sjálfstraust. Sömuleiðis ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir karlmenn með sjálfstraust að sætta sig við að konan taki stjórnina á þennan hátt. Það eru bara óöruggir karlar sem sjá þetta sem ógn,“ sagði hún að sögn Independent.

Um 390 milljónir kvenna og karla nota Badoo. Appið minnir á Tinder, það er að segja fólk „svæpar“ fólki til vinstri ef því líst ekki á myndina af því eða prófíltextann en til hægri ef því líst á viðkomandi. Ef báðir aðilar hafa „svæpað“ til hægri opnast á möguleikann á að setja sig í samband við hvort annað.

Margir upplifa þó að fá aldrei skilaboð frá hinu kyninu þrátt fyrir að hafa „svæpað“ til hægri. Könnunin sýnir að 74% þeirra sem setja sig í samband við fólk í gegnum appið eru konur. Þær eru því greinilega mun atkvæðameiri þegar kemur að því að taka frumkvæðið.

Rúmlega 2.000 konur á aldrinum 18 til 30 ára tóku þátt í könnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?