New York Post skýrir frá þessu. En það er hugsanlega ekki allt sem sýnist í þessu máli því áströlsk samgöngumálayfirvöld segja að hér sé ekki um hrapaða flugvél að ræða. Þau telja að um bilun í hugbúnaði Google Maps sé að ræða.
Þetta er kallað „draugamyndir“ og það er það sem þetta gæti verið að sögn samgöngumálayfirvalda. Aðrir telja að skýringin geti verið önnur og hugsanlega rökréttari. Þetta geti verið flugvél, hugsanlega Airbus A320 eða Boeing 737, sem hafi flogið lágt yfir skóginum.