fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Pressan

Bandaríkjaþing viðurkennir að fljúgandi furðuhlutir eru ekki allir manngerðir

Pressan
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 20:07

UFO stalked US aircraft carrier METRO GRAB taken from: http://video.metro.co.uk/video/met/2018/05/28/7661108832617775752/1024x576_MP4_7661108832617775752.mp4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hefur meira verið talað um fljúgandi furðuhluti en áður og hafa stjórnvöld til dæmis í Bandaríkjunum viðurkennt að á himninum megi stundum líta fyrirbæri sem vísindin eigi erfitt með að útskýra. Þetta hefur þó ávallt verið skrifað á að einhverjar manneskjur séu búnar að þróa tækni sem séu á undan sínum samtíma. En ekki lengur. Nú vill Bandaríkjaþing að rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum séu með áherslu á þau fyrirbæri sem manneskjan beri ekki ábyrgð á. 

Bandaríkin hafa ákveðið að veita auknu fjármagni í að rannsaka fljúgandi furðuhluti sem ekki séu manngerðir. Vice greinir frá því að þetta megi lesa úr upplýsingum sem séu djúpt grafnar í viðbótarskýrslu sem fylgi áætlun um fjárveitingar til leyniþjónustunnar fyrir næsta ár.

Í þeirri skýrslu hafi Bandaríkjaþing haldið fram tveimur rosalegum fullyrðingum. Annars vegar að Bandaríkjunum stafi vaxandi ógn af fljúgandi furðuhlutum, eða eins og það er orðað í skýrslunni cros sdomain transmedium sem felur í sér að flugför geti farið úr vatni yfir í loftið og yfir í geim með óskiljanlegum hætti, og hins vegar að Bandaríkjaþing vilji að greint verði á milli þeirra fljúgandi furðuhluta sem eru manngerðir og þeirra sem séu það ekki.

Vice segir þessar fullyrðingar nokkuð athyglisverðar í ljósi þess að eftir að rannsóknir Bandaríkjanna á fljúgandi furðuhlutum voru gerðar opinberar hafi margir stjórnmálamenn veigrað sér við að fullyrða að fljúgandi furðuhlutir geti verið upprunnir utan jarðarinnar. Yfirleitt hafi verið talað um að fljúgandi furðuhlutir séu dæmi um fágaða tækni sem er á undan sínum samtíma – en séu þó flugför sem hafi verið smíðum af mönnum.

Nú virðist sem svo að Bandaríkjaþing vilji að gerður sé greinarmunur á þessum manngerðu fljúgandi furðuhlutum og þeim sem maðurinn hefur ekki skapað.

Í júlí tilkynnti Pentagon að til stæði að opna sérstaka skrifstofu til að rannsaka ógnir af óþekktum fyrirbærum á himni og í sjó. Pentagon hefur eins staðfest að myndband, sem var lekið á netið á síðasta ári, sem sýnir fljúgandi furðuhlut í sjónum, væri raunverulegt.

Marik Von Rennenkamph, fyrrverandi embættismaður hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu ritaði pistil um málið þar sem hann sagði áðurnefndar fullyrðingar Bandaríkja þings gífurlega opinberun og til marks um að opinber afstaða stjórnvalda gagnvart fljúgandi furðuhlutum hafi tekið gríðarlegum breytingum.

Varnarmálaráðuneytið gaf út skýrslu á síðasta ári þar sem greint var frá rúmlega 100 tilfellum af mögulegum fljúgandi furðuhlutum, og sum þessara tilvika væru þannig að nútíma vísindi gætu ekki skýrt þau. Ráðuneytið óskaði eftir frest og auknu fjármagni til að rannsaka fyrirbærin. Nú hefur Bandaríkjaþing brugðist við því kalli og hefur nú óskað eftir því að Pentagon einbeiti sér að þeim hlutum sem ekki séu mannana verk.

Hér má sjá umfjöllun Today um myndbandið sem var nefnt hér að ofan: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Í gær

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg