fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

9 ára stúlka skotin til bana í Liverpool

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 05:49

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára stúlka var skotin til bana í Liverpool í gærkvöldi. Lögreglunni barst tilkynning um klukkan 22 að karlmaður hefði skotið úr byssu inni í húsi við Kingsheath Avenue, Knotty Ash. Stúlkan var skotin í bringuna. Hún var flutt alvarlega særð á sjúkrahús þar sem hún lést af völdum áverka sinna.

Sky News skýrir frá þessu. Karlmaður var einnig skotinn í líkamanna og kona í höndina. Þau voru bæði flutt á sjúkrahús.

Morðinginn er sagður hafa ruðst inn í húsið og skotið á fólkið. Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði að hugleysinginn, sem var að verki, eigi ekki skilið að ganga um götur borgarinnar og hvatti fólk til að hafa samband við lögregluna ef það býr yfir einhverri vitneskju um málið.

Rannsókn stendur yfir og er meðal annars verið að safna saman upptökum úr eftirlitsmyndavélum og skrá framburð vitna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“