CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að armböndin hafi átt að fara til Virginíu, uppgefið heimilisfang er einkaheimili, en úrin voru á leið til verslunar í Texas. En varningurinn komst ekki á áfangastað.
Uppgefið verðmæti annarrar sendingarinnar var 319 dollarar en ef um ósviknar vörur hefði verið að ræða hefði verðmætið verið rúmlega þrjár milljónir dollara.
Í fréttatilkynningu frá CBP kemur fram að málið sé enn eitt dæmið um hvernig liðsmenn stofnunarinnar vinni alla daga við að vernda bandaríska neytendur, bandarískt efnahagslíf og bandarísk störf.
Bandarískir neytendur eyða árlega rúmlega 100 milljörðum dollara í eftirlíkingar, vörur sem brjóta gegn höfundarrétti. Það er um 20% af þeim eftirlíkingum sem eru seldar á heimsvísu.