fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Hunsa Norður-Kóreu og hefja heræfingar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 09:00

Varðturn Norðanmanna við hlutlausa svæðið. Mynd: EPA-EFE/JEON HEON-KYUN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að styrkja varnir Suður-Kóreu hófu suðurkóreski og bandaríski herinn sameiginlega heræfingu í dag. Hún stendur fram til mánaðamóta. Æfingin fer fram á tíma sem mikil spenna ríkir á milli Norður-Kóreu annars vegar og Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hins vegar.

Suðurkóreskir embættismenn segja að markmið æfingarinnar sé að styrkja viðbúnað herja ríkjanna við vopnatilraunum og eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. Æfingin hefur fengið nafnið Ulchi Freedom Shield.

Þegar Yoon Suk-yeol tók við embætti forseta Suður-Kóreu í maí hét hann að koma sameiginlegum æfingum með Bandaríkjaher í „eðlilegt“ horf og auka varnirnar gegn nágrönnunum í norðri.

Á síðustu árum var dregið úr sameiginlegum heræfingum ríkjanna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og stefnu forvera Yoons um að reyna að fá norðanmenn til viðræðna.

Norðanmenn bregðast ávallt illa við þessum æfingum og segja þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku

51.800 Lego-hákarlar týndust fyrir 27 árum – Sá fyrsti fannst í síðustu viku
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra

Hundar finna lykt af stressi fólks og það gerir þá dapra