Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að annar gámurinn hafi átt að fara til Bretlands en hinn til Amsterdam í Hollandi.
Einn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Lögreglan fann fyrri gáminn þegar verið var að flytja hann til hafnarinnar í Guayaquil þaðan sem átti að senda hann til Evópu. Í honum voru 92 kassar með samtals 2,3 tonnum af kókaíni.
Hinn gámurinn fannst í ónafngreindri höfn í sama héraði. Í honum voru 87 kassar með 1,2 tonnum af kókaíni.
Á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að hún hefði fundið 4.800 niðursuðudósir, sem áttu að innihalda túnfisk, í íbúð í Manta. Í þeim var kókaín.
Ekki er langt síðan að sjóherinn stöðvaði siglingu báts á Kyrrahafi. Um borð í honum fundust 2,2 tonn af kókaíni.