Þetta getur gerst á næstu fjörutíu árum að því er segir í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í Science Advances. CNN skýrir frá þessu.
Fram kemur að sérfræðingar segi að þessi flóð verði ólík þeim flóðum sem áður hafa orðið.
Daniel Swain, loftslagssérfræðingur hjá Kaliforníuháskóla, vann að gerð rannsóknarinnar. Hann segir að það muni ekki koma honum á óvart ef flóð af þessari stærðargráðu muni þekja nær alla Kaliforníu. Hann segir að þeir hluta ríkisins, sem liggja við ströndina, muni hverfa.
Ástæðan er loftslagsbreytingarnar sem búa til skilyrði fyrir mjög mikla úrkomu og af þeim sökum munum við upplifa miklu fleiri flóð um allan heim í framtíðinni. Það magn af rigningu, sem lofthjúpurinn getur borið í sér, eykst sífellt. Sem sagt það er meira vatn í loftinu og á endanum fellur það til jarðar sem rigning sem getur síðan valdið flóðum.