Samkvæmt nýju reglunum mega loftkælingar ekki vera stilltar á lægri hita en 27 gráður að sumri til.
Daily Mail skýrir frá þessu. Á veturna mega þær ekki vera stilltar á meira en 19 gráður.
Með þessu á að spara gas fyrir veturinn ef ske kynni að Pútín skrúfi fyrir gasstreymið frá Rússlandi. Ef það gerist mun veturinn verða mjög erfiður í mörgum Evrópuríkjum.
Lögin kveða einnig á um að eftir 22 verði verslanir að slökkva á ljósum í gluggum. Einnig verður bannað að lýsa opinberar byggingar upp.
Lögin kveða á um að í lok september verði húsnæði, sem er með loftkælingu eða er hitað upp, að hafa sjálfvirkar dyr til að forðast orkusóun.