fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Sleppa jólaljósunum í Vínarborg til að spara rafmagn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 07:30

Það verður dregið úr lýsingu á jólamörkuðum í Vínarborg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru enn um fjórir mánuði til jóla en í Austurríki er greinilega farið að huga að jólunum því borgaryfirvöld í Vínarborg hafa ákveðið að draga úr notkun jólaljósa þessi jólin.

Roberta Kraft, talskona borgaryfirvalda, sagði að engin jólaljós verði á Ringstrasse að þessu sinni en gatan er annars alltaf fallega skreytt jólaljósum í aðdraganda jólanna.

Þá verða jólaljósin við jólamarkaðinn fyrir framan ráðhúsið aðeins kveikt á nóttunni en fram að þessu hefur verið kveikt á þeim þegar það fer að rökkva. Þetta þýðir að það verður kveikt á þeim um klukkustund síðar en ella að sögn Kraft.

Jóla- og nýárshátíðarhöldin eru mjög mikilvæg fyrir ferðamannaiðnaðinn í Vínarborg. Um fjórar milljónir ferðamanna komu þangað á aðventunni 2019, sem var síðasta aðventan fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, til að heimsækja jólamarkaði borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“