Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Hún sýnir einnig fram á að sannkallaðir eldstormar myndu senda sót upp í efri lög gufuhvolfsins og myndi það loka á sólarljósið sem myndi síðan valda uppskerubresti.
Daily Mail segir að rannsóknin hafi verið byggð á notkun hermilíkana en það voru vísindamenn við Rutgers háskólann í New Jersey sem stýrðu henni.
Aðalhöfundur rannsóknarinnar, prófessor Lili Xia, sagði að sögn Daily Mail að gögnin sýni eitt. „Það verður að koma í veg fyrir að kjarnorkustríð eigi sér stað. Hermilíkanið varpar ljósi á hvað myndi gerast við sex ólíkar sviðsmyndir – fimm minniháttar átök Indlands og Pakistans og stórt stríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands,“ sagði hann.
Vísindamennirnir byggðu útreikninga sína á fyrirliggjandi upplýsingum um stærð kjarnorkuvopnabúra kjarnorkuveldanna.
Níu þjóðir eiga kjarnorkuvopn, rúmlega 13.000 stykki.
Rannsóknin leiddi í ljós að átök á milli nýrra kjarnorkuvelda, sem eiga fá kjarnorkuvopn, myndi draga úr matvælaframleiðslu og valda víðtækri hungursneyð.
Rannsóknin hefur verið birt í Nature Food.