fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Er tími ofurbaktería að enda kominn? Nýtt lyf ræður við 300 mismunandi ónæmar bakteríur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 20:30

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa þróað nýtt lyf sem vonast er til að geti gert út af við ónæmar bakteríur, ofurbakteríur. Lyfið heitir Fabimycin. Þetta nýja sýklalyf getur gert út af við 300 tegundir ónæmra baktería.

Talið er að ónæmar bakteríur valdi dauða um 7 milljóna manna á ári. Sumir sérfræðingar hafa varað við að vandinn af völdum þeirra geti aukist enn meira samhliða hnattrænni hlýnun. Þessar bakteríur hafa þróað með sér ónæmi gegn sýklalyfjum sem eru mörg hver ofnotuð eða notuð á rangan hátt.

Daily Mail segir að niðurstöður rannsóknar á músum hafi leitt í ljós að Fabimycin hafi gert út af við ónæmar lungnabólgu bakteríur og þvagfærasýkingu. Tilraunir á rannsóknarstofu leiddu einnig í ljós að lyfið virkaði gegn 300 öðrum tegundum ónæmra baktería.

Vísindamenn segja að þetta geti verið lykillinn að meðferð þrálátra sýkinga í fólki.

Rannsóknin hefur verið birt í ACS Central Science en það voru vísindamenn við University of Illinois sem stýrðu henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Í gær

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni