fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skoskt safn datt í lukkupottinn – Fær sjaldgæft safn að gjöf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 14:00

Steingervingur af Archaeopteryx sem er elsti fuglinn sem vitað er til að hafi verið til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Museums Scotland hefur verið arfleitt að steingervingasafni. Í því eru meðal annars sjaldgæfir steingervingar af fuglum. Sumar tegundirnar í safninu eru áður óþekktar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að steingervingarnir sýni nútímafugla snemma á þróunarstigi sínu.

Það var Michael Daniels, áhugasteingervingafræðingur, sem safnaði steingervingunum saman. Safn hans er sagt eitt það mikilvægasta á þessu sviði í heiminum. Það er svo mikið að vöxtum að það mun taka nokkur ár að fara í gegnum það og skrá og greina allar tegundirnar. Lausleg skoðun á því bendir til að 50 nýjar tegundir, hið minnsta, sé að finna í því.

Dr Andrew Kitchener sagði í samtali við the Observer að safnið sé frábært og það sé mjög spennandi að hafa fengið það. „Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þessa safns,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út