fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Einföld hjartarannsókn á eldra fólki getur leitt í ljós hvort það eigi á hættu að fá elliglöp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einföld hjartarannsókna á eldra fólki getur spáð fyrir um hættuna á að það greinst með elliglöp á næstu tíu árum.

Vísindamenn komust að því að eldra fólk með afbrigðileika í efra hólfi hjartans var þriðjungi líklegra til að þróa elliglöp með sér og skipti þá engu þótt fólkið sýndi engin merki um hjartavandamál.

Daily Mail segir að þetta bendi til að einföld hjartarannsókn, myndataka, sem er venjulega notað fyrir hjartasjúklinga eða sjúklinga sem fá hjartaáfall geti hjálpað til við að finna það fólk sem er í mestri hættu á að fá elliglöp.

Vinstra efra hólf hjartans dælir súrefnisríku blóði til mikilvægra líffæra, þar á meðal heilans. Ef galli er í þessu hólfi getur dregið úr blóðflæði til heilans sem eykur líkurnar á elliglöpum.

Rúmlega 5.000 Bandaríkjamenn á áttræðisaldri tóku þátt í rannsókninni.

Rannsóknin hefur verið birt í Journal of the American Heart Association.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi