Vísindamenn komust að því að eldra fólk með afbrigðileika í efra hólfi hjartans var þriðjungi líklegra til að þróa elliglöp með sér og skipti þá engu þótt fólkið sýndi engin merki um hjartavandamál.
Daily Mail segir að þetta bendi til að einföld hjartarannsókn, myndataka, sem er venjulega notað fyrir hjartasjúklinga eða sjúklinga sem fá hjartaáfall geti hjálpað til við að finna það fólk sem er í mestri hættu á að fá elliglöp.
Vinstra efra hólf hjartans dælir súrefnisríku blóði til mikilvægra líffæra, þar á meðal heilans. Ef galli er í þessu hólfi getur dregið úr blóðflæði til heilans sem eykur líkurnar á elliglöpum.
Rúmlega 5.000 Bandaríkjamenn á áttræðisaldri tóku þátt í rannsókninni.
Rannsóknin hefur verið birt í Journal of the American Heart Association.