Í gær hófust réttarhöld yfir honum en hann er ákærður fyrir landráð. Chail, sem var grímuklæddur og með hettu yfir höfðinu þegar hann birtist við Windsor, játaði að hafa ætlað að „drepa drottninguna“.
Lögreglumaður, sem sinnti öryggisgæslu við höllina, sagði að Chail hafi líkst félaga í „gertækishópi“.
Drottningin var í höllinni þennan dag ásamt Karli prinsi og Camillu eiginkonu hans og fleirum úr fjölskyldunni. Chail var handtekinn um klukkan 8.30 á jóladag þegar hann reyndi að læðast að höllinni en hann komst ekki inn í neina byggingu.
Hryðjuverkalögreglan tók strax við rannsókn málsins. Hún gaf síðan út ákæru á hendur honum fyrir landráð samkvæmt lagaákvæði frá 1842. Hann er einnig ákærður fyrir morðhótanir og fyrir vörslu á hættulegu vopni.