fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 07:01

Salma al-Shehab. Mynd: Democracy now

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Salma al-Shehab, sem er sádi-arabísk, fór í frí heim til Sádi-Arabíu var hún handtekin, sökuð um að grafa undan einræðisstjórn landsins. Nú hefur hún verið dæmd í 34 ára fangelsi og 34 ferðabann að afplánun dómsins lokinni.

Salma var við doktorsnám á Englandi þegar hún fór heim í frí. Það sem fór fyrir brjóstið á einræðisstjórninni var að hún hafði endurtíst tístum frá aðilum sem eru yfirlýstir andstæðingar einræðisstjórnarinnar og gagnrýna hana harðlega. Það er konungsfjölskyldan sem stýrir Sádi-Arabíu af mikilli hörku.

The Guardian segir að Salma hafi í upphafi verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notað Twitter til að „valda óróa og raska almannaöryggi og þjóðaröryggi“.

Áfrýjunardómstóll tók mál hennar fyrir á mánudaginn og þyngdi refsinguna í 34 ára fangelsi og 34 ára ferðabann að afplánun lokinni. Talið er að hún geti enn áfrýjað dómnum.

Það er ekkert sem bendir til að Salma sé meðal áhrifamikilla eða sérstaklega háværra andstæðinga stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Hún er gift, tveggja barna móðir.

Hún virðist styðja Loujain al-Hathloul sem er þekktur femínisti sem hefur setið í fangelsi fyrir mótmæli sín gegn lögum og reglum og einræðisstjórninni. Hún hefur sætt pyntingum fyrir að styðja kröfu kvenna um að mega aka bíl. Hún má ekki yfirgefa Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“