fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 22:00

Einræðisherrarnir Kim Jong-un og Vladímír Pútín þegar þeir hittust fyrir þremur árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, bréf nýlega þar sem hann lagði til að ríkin tengist nánari böndum.

Sky News segir að samkvæmt frétt norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA þá hafi Pútín stungið upp á að ríkin tvö vinni að því að auka samvinnu sína. Hafi Pútín skrifað að aukið samstarf ríkjanna muni verða til þess að auka öryggi og jafnvægi á Kóreuskaga og í norðaustanverðri Asíu.

Kim svaraði bréfi vinar síns í Moskvu og sagði að sögn að frá því að vinátta Rússlands og Norður-Kóreu hafi komist á í tengslum við sigurinn yfir Japan í síðari heimsstyrjöldinni hafi hún náð nýjum hæðum hvað varðar samvinnu þeirra og samstöðu. Hann sagði að sameiginlegar aðgerðir ríkjanna til að takast á við hótanir og ögranir „fjandsamlegra herja“ tengi þau sterkum böndum.

KCNA skilgreindi ekki hvað „fjandsamlegir herir“ eru en venjulega er þetta orðalag notað yfir Bandaríkin og bandamenn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar