Titrarar eru venjulegar taldir til kynlífsleiktækja og þar með umluktir ákveðinni dulúð tengdri einkalífi fólks. En þeir eru til fleiri hluta nytsamlegir en bara kynlífs.
Áhrif af notkun þeirra virðast vera mjög góð að mati kvensjúkdómalækna sem vita nær allt um kynfæri kvenna og grindarbotninn. Þeir telja að læknar eigi því að geta ávísað titrurum til kvenna.
Þetta er mat lækna við Cedar–Sinai Medical Center í Bandaríkjunum sem kynntu niðurstöðu rannsóknar sinnar á ráðstefnu þvagfæralækna fyrr á árinu.
Í rannsókninni kemur fram að læknarnir telja að það fylgi því margvíslegur heilsufarslegur ávinningur að nota titrara reglulega. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg sjálfsfróun hefur jákvæð áhrif á heilbrigði kvenna, bæði líkamlegt og andlegt.
En þetta er í fyrsta sinn sem áhrif notkunar titrara á heilsufar kvenna hefur verið rannsakað.