fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 16:30

Ísb. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hefur þú heyrt og/eða lesið um að magn hafíss á norðurheimskautasvæðinu fer minnkandi. Mikið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á síðustu árum.

Vísindamenn hafa um langa hríð séð að hitastigið á norðurheimskautasvæðinu hækkar hraðar en víðast hvar annars staðar á jörðinni. Raunar tvöfalt hraðar.

En hvað með hitastig sjávar á þessum slóðum? Um þetta var fjallað nýlega á vef Norska ríkisútvarpsins í tengslum við niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Marius Årthun, hjá loftslagsdeild Bjerknessenteret, gerði ásamt kínverskum og þýskum vísindamönnum.

Þeir komust að því að efstu 2.000 metrarnir í Norður-Íshafinu hafa hlýnað 2,3 sinnum hraðar en meðal hlýnunin er á heimsvísu.

Mesta hlýnun sjávar í framtíðinni verður í Barentshafi. Þar mun sjávarhitinn hækka um meira en fimm gráður á þessari öld ef ekki tekst að ná tökum á hlýnuninni.

Þetta mun óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á allar lífverur sem lifa í og við nyrstu hafsvæði jarðarinnar.

Það er fyrirbæri sem nefnist „Arctic Amplification“ sem veldur því að hitinn á norðurheimskautasvæðinu hækkar meira en annars staðar í heiminum. Til dæmis veldur bráðnun hafíss því að minna sólarljós endurkastast. Það að sólarljósið, sem er orka, endurkastast ekki veldur því að hlýnunin verður enn hraðari. Það veldur því síðan að meiri ís bráðnar og því er um einhverskonar vítahring að ræða.

Marius sagði að þessu til viðbótar streymi meira af heitum sjó frá suðlægum breiddargráðum norður á bóginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur